Volo er einn þekktasti ferðalangur í sögu Forgotten Realms og hefur í gegnum tíðina skrifað fjölmargar ferðahandbækur og staðarlýsingar fyrir ævintýraþyrsta og fróðleiksfúsa einstaklinga. Bækur hans hafa selst vel í stórborgum á borð við Vatnsdýpi, Hliði Baldurs og Eivetra.
Í þessar bók má finna samantekt hans og upplifun á hinum ýmsu skrímslum og kynþáttum skrímsla. Bókinni er skipt í þrjá meginkafla, þar sem Volo tekur fyrir og fjalla um á sinn eigin hátt skrímsli, mannverur og óvætti.
Fyrsti kaflinn fjallar um nokkrar ólíkar tegundir skrímsla, svo sem áhorfendur, risa, drýslakyn, nornir, flávita og snákafólk. Hér er um að ræða mjög ítarlega nálgun, þar sem við fáum mjög góða sýn inn í siði og menningu hverrar tegundar fyrir sig.
Í næsta kafla segir Volo frá nokkrum kynþáttum sem eru kannski ekki jafn fjölmennir og þeir sem kynntir eru í Player‘s Handbook, en standa þó leikmönnum til boða. Þannig geturðu spilað krákufólk, hina kattliðugu Tabaxi eða jafnvel eðlufólk.
Að lokum kynnir Volo til sögunnar fjölmörg skrímsli sem á vegi hann hafa orðið, bæði óvinveitt og vinveitt, óvætti, skepnur, þrjóta og kappa.
Í heildina er þetta mjög eiguleg bók fyrir alla þá sem vilja hafa meira val í persónusköpun sem og þá sem vilja vita meira um mörg af algengustu skrímslin og óvættina í Forgotten Realms.