D&D Xanathar’s Guide to Everything

Áhorfandinn og mafíuforinginn, Xanathar, hefur löngum verið þekktur fyrir sjúklega þörf sína fyrir hvers kyn upplýsingar, sem það notar í misgóðum og misillum tilgangi.

Þessi bók geymir því mikið magn upplýsinga fyrir bæði leikmenn og stjórnendur. Hér má finna meira en 25 nýjar undirstéttir, fjölmarga nýja galdra ásamt reglum og leiðbeiningum um hvernig þú getur útbúið frábæra baksögu fyrir persónuna þína.

Þá eru einnig mikið af góðum leiðbeiningum fyrir stjórnendur, svo sem um hvernig hægt er að útbúa gildrur, galdrahluti og meira sem getur gert hverja spilastund einstaka.

7.495 kr.

Á lager

Vörunúmer: WOC C22090000 Flokkur: Vörumerki:

Lýsing

Langt undir strætum Vatnsdýpis lúrir mafíuforinginn Xanathar í bæli sínu í Kúpuhöfn. Hann er í senn ógnvaldur og höfuðpaurinn í mörgum illum ráðabruggum, en á sama tíma með skelfilega söfnunaráráttu og þörf fyrir að auka við þekkingu sína á hverju því sem nýst gæti honum.

Þessi bók hefur að geyma mikið af upplýsingum fyrir bæði stjórnendur og leikmenn. Henni er þannig skipt í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn inniheldur upplýsingar fyrir leikmenn, hvort sem er að ræða gagnleg ráð við persónusköpun, ný feats eða nýjar upplýsingar og reglur fyrir hverja stöðu.

Annar hluti snýr að stjórnendum. Þar má finna frábær ráð og tól til að gera hvert ævintýri og hverja sögu enn eftirminnilegri, svo sem með nýjum og hættulegum gildrum, hugmyndir og ráð um hvernig best sé að eyða tímanum milli ævintýra og jafnvel reglur um hnúta og hvernig best sé útdeila galdrahlutum.

Að lokum eru fjölmargir sniðugir og skemmtilegir galdrar, sem kryddað geta galdralista allra þeirra sem kunna með slíkt að fara.