D&D Mordenkainen’s Tome of Foes

Hinar óteljandi óravíddir alheimsins eru aðeins örfáum kunnar en enginn þekkir þeir jafn vel og galdrameistarinn Mordenkainen frá Greyhawk.

Þessi bók byggir á skrifum hans og glósum, sem hann hefur safnað á langri ævi sinni. Á ferðalögum sínum hefur hann heimsótt marga ólíka heima og víddir, hann hefur eignast marga vini en einnig marga stórhættulega og afar öfluga óvini. Hann hefur hætt lífi sínu oft til þess að safna saman þeim upplýsingum og fróðleik sem finna má í þessari bók.

Hér má finna bæði ný skrímsli og upplýsingar um djöfla og ára, nýjar kynþætti og verur sem afar fáir einstaklingar hafa augum borið.

7.495 kr.

Á lager

Vörunúmer: WOC C45940000 Flokkur: Vörumerki:

Lýsing

Hinn mikli galdrameistari Mordenkainen, lávarður Hrafntinnuvirkis, er einn líklega sá einstaklingur sem hefur heimsótt hvað flestar af óravíddum alheimsins. Þekking hans á þeim er óviðjafnanleg og hefur hann af örlæti sínu ákveðið að deila broti af þeim.

Þessari bók er skipt upp í sex kafla. Í þeim fyrsta fjalla Mordenkainen um hið eilífa og endalausa Blóðstríð, sem geysað hefur í helvítunum frá upphafi tímans og mun geysa um aldir alda. Hvar árar, djöflar, púkar og andskotar heyja blóðugt stríð og berjast um yfirráðin yfir helvítunum og þeim sálum sem þar enda.

Næstu fjórir kaflar fjalla um álfa, dverga, stuttlinga, búa og gith-fólk. Þar má finna góða samantekt á sögu þessara kynþátta, sem og upplýsingar fyrir leikmenn sem nýst geta við persónusköpun. Þar er einnig að finna nýja kynþætti, svo sem skuggálfa, djúpbúa og githfólk.

Í síðasta kaflanum er að finna mikið af einstökum skrímslum og óvættum, sem Mordenkainen hefur rekist á og tekist á við á ferðalögum sínum. Enginn verður óbarinn galdrameistari og því hefur Mordenkainen fengið að kynnast.

Þessi bók er frábær viðbót í safn hvers stjórnanda en geymir einnig mikið af góðum upplýsingum fyrir leikmenn.