D&D Dungeon Master’s Guide

Dungeon Master‘s Guide, eða Handbók stjórnanda, geymir fjölmarga fjársjóði og leyndardóma sem aðeins eru ætlaðir stjórnendum í D&D.

Hvort sem þú leitar að innblæstri eða leiðsögn um hvernig best sé að skapa heima, ævintýri eða einhleypur fyrir vini þína, þá er Dungeon Master‘s Guide rétta bókin.

Í henni finnurðu allt frá einföldum ráðum, sem hjálpa þér að verða betri stjórnandi, til hvers kyns tóla og reglna sem gera þeir kleift að gera hverja spilastund eftirminnilega og skemmtilega. Þá má einnig finna fjölda aukareglna, gildra og hundruð galdrahluta.

7.995 kr.

Á lager

Vörunúmer: ö9780786965625 Flokkur: Vörumerki:

Lýsing

Dungeon Master‘s Guide, eða Handbók stjórnanda, geymir fjölmarga fjársjóði og leyndardóma sem aðeins eru ætlaðir stjórnendum í D&D.

Hvort sem þú leitar að innblæstri eða leiðsögn um hvernig best sé að skapa heima, ævintýri eða einhleypur fyrir vini þína, þá er Dungeon Master‘s Guide rétta bókin.

Í henni finnurðu allt frá einföldum ráðum, sem hjálpa þér að verða betri stjórnandi, til hvers kyns tóla og reglna sem gera þeir kleift að gera hverja spilastund eftirminnilega og skemmtilega. Þá má einnig finna fjölda aukareglna, gildra og hundruð galdrahluta.

Bókin er fallega sett upp, rétt eins og Player’s handbook og er þannig út af fyrir sig eigulegur gripur. Það sem er þó hvað best við bókina er hvernig hún er hugsuð, allt frá fyrstu blaðsíðu og til þeirrar síðustu er lögð áhersla á að hjálpa stjórnendum og kenna þeim hvernig þeir geta orðið framúrskarandi sögumenn og tryggt þannig að upplifun leikmanna sé frábær í alla staði. Bókinni er skipt upp í þrjá meginhluta, Master of Worlds, Master of Adventures og Master of Rules. Eins og nöfn kaflanna gefa til kynna þá fjalla þeir hver um sig um ákveðin eðlisþátt stjórnunar og hafa að geyma fjölmörg ráð og tól fyrir stjórnendur, allt frá einföldum viðbótum við reglurnar í Player’s Handbook til ítarlegra lýsinga á hvernig best sé að útbúa dýflissur fyrir hetjur af ólíkum reynslustigum.

Þá eru lagðar til ýmsar valkvæmar breytingar á kerfinu í síðasta kaflanum, sumar hverjar minniháttar en aðrar stærri, t.a.m. er boðið upp á reglur fyrir fear og horror, nokkuð sem aðdáendur Ravenloft heimsins eiga eftir að nýta sér. Eins stungið upp á að fjölga eiginleikum og bæta við Honor og Sanity, viðbætur sem eflaust fleiri en ég geta hugsað sér að nota. Þannig er boðið upp á svo margar valkvæmar reglur að auðvelt er að laga þessa nýju útgáfu algjörlega að þörfum og óskum hvers spilahóps fyrir sig.