D&D Player’s Handbook

Player‘s Handbook, eða Handbók leikmanna, inniheldur allar upplýsingar sem þú þarft til að búa til hetju sem getur getur tekist á við dreka og ratað um dýflissur.

Þessi bók er ein þriggja grunnbóka D&D og nauðsynleg öllum leikmönnum. Í henni finnurðu m.a. upplýsingar um kynþætti, stéttir og galdra.

Í D&D þurfa leikmenn að útbúa hetjur sem reiðubúnar eru að takast á við skrímsli og óvætti hvers konar, seiðskratta sem vilja að heimurinn lúti stjórn þeirra, fara ofan í myrkar dýflissur og rannsaka rústir fornra kastala í leit að verðmætum fjársjóðum.

7.495 kr.

Á lager

Vörunúmer: ö9780786965601 Flokkur: Vörumerki:

Lýsing

Eitt af því sem flestir framleiðendur spunaspila eru teknir að uppgötva og það er hve mikilvægt er að bækurnar sem geyma kerfin, upplýsingar um heima eða ævintýri, séu fallegar, vel uppsettar, aðgengilegar og innihaldi lýsandi og flottar myndir. Hin nýja Player’s Handbook (hér eftir PHB) er þar í engu undanskilin. Bókin er stórglæsileg, myndirnar í heild skemmtilegar og sannast sagna þá hellist að minnsta kosti yfir mann ákveðin nostalgía við að fletta í gegnum hana.

Bókinni er skipt í þrjá hluta, persónusköpun, kerfið og loks galdra. Hver hluti er vandlega afmarkaður og auðvelt er að fletta upp í henni í leit að tiltekinni reglu eða útskýringu. Venju samkvæmt er atriðisorðaskrá aftast í bókinni ásamt stuttum viðbótum, t.d. um goð o.þ.h. Textinn er í heild sinni læsilegur og auðskiljanlegur, leikmenn með grunnþekkingu í ensku munu ekki eiga í miklum erfiðleikum með að skilja textann. Einnig er gaman að sjá að framleiðendur virðast hafa ákveðið að taka D&D örlítið ofan af þeim helgistalli sem það hefur stundum verið á, og gera á köflum góðlátlegt grín, bæði að kerfinu, sögu þess og sjálfum sér.

Til að byrja með eru kynþættir D&D kynntir. Fjórir kynþættir eru sagðir ráðandi, álfar, dvergar, menn og halflings, en aðrir kynþættir ekki jafn fjölmennir. Þá eru stéttir (e. classes) kynntar og eru þær fjölmargar. Stéttirnar eru vel settar fram og auðvelt að lesa úr töflum. Myndir fylgja hverri stétt, bæði til að sýna hverja stöðu fyrir sig en einnig til að skapa þá stemmingu sem tilheyrir hverri stétt.

Allar stéttir og allir kynþættir hafa þannig sín sérkenni. Eftir því sem persóna verður reynslumeiri því fleiri hæfileika öðlast hún. Leikmenn hafa þá einnig aðgang að feats, viðbót sem kynnt var í 3. útgáfu en geta valið að fá feat í stað þess að hækka tölu eiginleika (e. ability stat).

Næst velja leikmenn bakgrunn persóna sinna og hefur hann áhrif á persónusköpunina. Ekki nóg með það, heldur þurfa leikmenn að sníða persónueinkenni, tengsl, gildi og galla, allt hlutir sem eru skilgreindir og settir á persónublaðið og geta haft áhrif á hvernig persónum vegnar, t.a.m. hafa þessi atriði áhrif á innblástur (e. inspiration) sem getur komið sér afar vel þegar hetjur lenda í vandræðum.

Þá eru einnig greinargóðar upplýsingar um vopn og verjur, sem og ítarleg lýsing á kerfinu sjálfu. Mikilvægt er fyrir leikmenn að þekkja bæði vel inn á kerfið sjálft, sem og þá fjölmörgu galdra sem finna má aftast í bókinni.

Hér því um að ræða algjörlega grunnbók í kerfinu og skyldueign allra D&D aðdáenda.

Nánari upplýsingar

Áhersla

Spil – Dungeons & Dragons