D&D Monster Manual

Drekar, orkar, djöflar og uppvakningar! Í Monster Manual finnurðu upplýsingar um meira en hundrað skrímsli.

Öll þekktustu skrímsli og hræðilegustu óvættir D&D á einum stað – þessi bók er skyldueign allra stjórnenda. Allt frá ógnvænlegum eldrisum til viðbjóðslegra risarotta.

Hverju skrímsli og óvætt fylgja áhugaverðar upplýsingar, sem auðvelda þér að koma þeim fyrir í ævintýrunum þínum og etja þannig hetjunum gegn mörgum af þekktustu skrímslum og óvættum D&D.

7.995 kr.

Á lager

Vörunúmer: ö9780786965618 Flokkur: Vörumerki:

Lýsing

Ásamt Player‘s Handbook og Dungeon Master‘s Guide er Monster Manual skyldueign allra sem vilja spila og stjórna D&D.

Bókinni er skipt upp í fjóra meginhluta. Sá fyrsti fjallar um tegundir óvætta og skrímsla og útskýrir skýrt og skilmerkilega hvernig best sé að lesa úr upplýsingum um hvert skrímsli, ásamt því að tilgreina helsti einkenni hvers skrímslaflokks, en þeir eru fjórtán í allt.

Annar kaflinn geymir upplýsingar um meira en 130 skrímsli og mörg koma í nokkrum mismunandi útgáfum. Þannig geturðu fundið upplýsingar um allt frá hinum sérkennilegu utanverum Áhorfendum, en eitt þannig skrímsli prýðir forsíðu bókarinnar, til dreka, vampíra, risa og uppvakninga, öll þekktustu skrímsli D&D á einum stað.

Í þriðja kaflanum finnurðu upplýsingar um hvers kyns dýr og skepnur. Allt frá stórhættulegum býflugnasveimum til risarotta og urrandi helhunda.

Síðasti kaflinn inniheldur upplýsingar um hvers konar mannverur, hvort sem um er að ræða þrjóta eða þorpara, grimma meðlimi sértrúarsafnaða eða forna galdrameistara, bardagahetjur og drúíða.

Þessi bók inniheldur því öll þau skrímsli, skepnur, óvætti og óvini, sem og vinveittar verur og einstaklinga sem leiðbeint geta hetjunum, sem þú þarft á að halda til að gera D&D ævintýrin þín að stórkostlegri skemmtun.