Bókinni er skipt í þrjá meginhluta, sá fyrsti er kynning á sögu, göldrum og helstu trúarbrögðum íbúa Faerun og er um margt ágætur. Þar er sagt frá helstu goðum og gyðjum en hugsanlega munu einhverjir sakna þess að aðeins er fjallað um goðafræði manneskja. Þannig er goðafræði dverga, álfa og annarra kynþátta sett til hliðar að undanskildum einföldum töflum.
Fyrir þá sem hafa á annað borð gaman af því spila presta ætti þessi hluti að vera hafsjór af fróðleik og geta dýpkað skilning viðkomandi leikmanna á goðafræði þessa heims. Fyrir aðdáendur Forgotten Realms geyma kaflarnir um söguna og galdrana mikið af upplýsingum.
Í öðrum hluta er sagt frá helstu borgum og þorpum við Sverðaströnd. Þá er einnig fjallað stuttlega um Myrkheima. Í raun er margt áhugavert að finna í þessum hluta bókarinnar, lýsingar á þessum stöðum eru ágætar og gefa manni fína sýn á hvernig þeir eru hugsaðir.
Í síðasta hlutanum eru líklega þær upplýsingar sem flestir leikmenn eigi eftir að sækja í, þ.e. upplýsingar um kynþætti og stéttir. Í bókinni eru nokkrar nýjar útfærslur á sub-races, t.d. má finna duergar kynþáttinn sem og 4 útgáfur af hálf-álfum. Þá eru fjölmargar viðbætur við stéttir, t.d. er að finna Battlerager, sem er primal path hjá Barbarians og nýtt sorcerous origin, Storm sorcerer. Í lokin eru síðan nokkrar nýjar brellur, sem eru mjög nýtilegar. Í blálokin er síðan örstutt samantekt á hvernig megi nýta þennan hluta og þessar upplýsingar í öðrum settings.