Í lok mars var loksins ráðist í gerð vefverslunar eftir fimm ára undirbúning og þann 20. maí var opnun hennar tilkynnt á Facebook. Áhugi viðskiptavina leyndi sér ekki og á innan við klukkustund frá tilkynningunni var vefurinn að hruni kominn. Í kjölfarið var ráðist í umfangsmiklar lagfæringar og viðbætur á vefnum. Núna mánuði seinna hefur
Category Archives: Fréttir
4. maí var slakað á samkomubannsreglum og mega nú 50 manns vera inni í einu í Nexus í Glæsibæ, viðskiptavinir og starfsfólk á gólfi. Spilasalurinn í Glæsibæ verður áfram lokaður um sinni meðan beðið er eftir fleiri tilslökunum.
Opið fimmtudaginn 23 apríl, sumardaginn fyrsta frá kl. 12 til 18 í Glæsibæ og 13 til 17 í Kringlu.
Það þurfti heimsfaraldur til, en loksins er Nexus búið að opna nýja og endurbætta vefverslun sem við vonum að muni falla í kramið hjá viðskiptavinum. Eins og viðskiptavinir Nexus vita þá er vöruúrvalið orðið mjög mikið og okkur langar til að sem flestar vörurnar endi á vefnum. Það mun taka smá tíma að komast á
Það er von á tilslökunum á samkomubanninu í byrjun maí, en þær slakanir duga ekki til að opna spilasalinn aftur. Hámarksfjöldi fer sennilega upp í 50 manns úr 20 manns en þar sem 2 metra reglan verður ennþá í gildi þá er ekki hægt að spila mann á mann eða í hópum. Spilasalurinn bíður því
Þar sem núverandi samkomubann miðast við 20 manns þá notar Nexus auðvitað icosahedron til að telja inn og út úr versluninni í Glæsibæ. Icosahedron er ávalur margflötungur með tuttugu fleti, þrjátíu brúnir og tólf oddpunkta. Icosahedron er best þekktur sem tuttugu hliða teningurinn í hlutverkaspilinu Drekar og Dýflissur. Árásarteningurinn sem sker úr hvort ævintýrapersóna spilarans