Spilasalur Nexus áfram lokaður

You are currently viewing Spilasalur Nexus áfram lokaður
  • Post category:Fréttir

Það er von á tilslökunum á samkomubanninu í byrjun maí, en þær slakanir duga ekki til að opna spilasalinn aftur.  Hámarksfjöldi fer sennilega upp í 50 manns  úr 20 manns en þar sem 2 metra reglan verður ennþá í gildi þá er ekki hægt að spila mann á mann eða í hópum.   Spilasalurinn bíður því rólegur eftir fleiri tilslökunum, vonandi í lok maí eða byrjun júní.