Það þurfti heimsfaraldur til, en loksins er Nexus búið að opna nýja og endurbætta vefverslun sem við vonum að muni falla í kramið hjá viðskiptavinum.  Eins og viðskiptavinir Nexus vita þá er vöruúrvalið orðið mjög mikið og okkur langar til að sem flestar vörurnar endi á vefnum. Það mun taka smá tíma að komast á þann stað, en við byrjum á um það bil  7000 vörutegundum úr nær öllum flokkum.  Við vonum að vefurinn gagnist öllum viðskiptavinum en þó sérstaklega þeim sem ekki komast reglulega í verslanir Nexus.

Til að byrja með er frí heimsending innan höfuðborgarsvæðisins og það er starfsfólk Kringlunnar sem sér um útkeyrslu.  Einnig er hægt að sækja pantanir í Nexus í Glæsibæ. Fyrir sendingar utan höfuðborgarsvæðis ætlum við innheimta eitt fast gjald á allar sendingar, 800 kr.,  hvort sem borið er í hús eða sótt á pósthús.

Þú þarft að skrá þig inn til þess að fá tilkynningu.
Vefverslun Nexus notar vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsins.