Vefverslun Nexus opnuð á ný

You are currently viewing Vefverslun Nexus opnuð á ný
  • Post category:Fréttir

Í lok mars var loksins ráðist í gerð vefverslunar eftir fimm ára undirbúning og þann 20. maí var opnun hennar tilkynnt á Facebook. Áhugi viðskiptavina leyndi sér ekki og á innan við klukkustund frá tilkynningunni var vefurinn að hruni kominn. Í kjölfarið var ráðist í umfangsmiklar lagfæringar og viðbætur á vefnum.

Núna mánuði seinna hefur vefsmíði að mestu verið lokið en að vitaskuld komum við til með að fylgja vefnum vel eftir enda verður hann að bæta upp fyrir fimm ára fjarveru.