Í fjarlægri framtíð, á ísilagðri jörð, hafa allar stjörnurnar slokknað nema ein; án hennar væri vetrarmyrkrið algert. Þegar síðasta stjarnan hverfur verða Dimmbrá og Hnikar viðskila og hrekjast um heimskautið. Ekki er allt sem sýnist og myrkrið grúfir yfir. Hvað varð um stjörnuna, hvernig tengist hún skuggabrúnni — verður hægt að afstýra almyrkva?
Skuggabrúin er spennuþrungin og heillandi furðusaga ætluð jafnt ungmennum sem fullorðnum, saga um ofdramb og svik, vetrarkulda og hlýju, ljós og myrkur. Bókin er fyrsta skáldsaga Inga Markússonar trúarbragðafræðings.