Amma hennar Rúna og málaliðinn Hervar hefja leit að henni – því hver ætti annars að gera það?
Hann nam staðar fyrir framan hana.
„Malena Mánadóttir … mér skilst að bölvaður Lindarbrandurinn tilheyri þér núna“ sagði hann og greip í hendi Malenu með köldum, þvölum krumlum. Hann vafði fingrum hennar utan um handfang langsverðsins og þrýsti því þétt upp að brjósti hennar.
„Ekki. Týna. Þessu.“ sagði hann og lagði áherslu á hvert orð fyrir sig með því að pota fast í bringuna á Malenu.
Lindarbrandur er fyrsta skálddsaga Hjálmars Þórs Jensonar, skrifuð í miðjum heimsfaraldri. Hjálmar Þór hefur stundað nám í ritlist og kínverskum fræðum og hér ræðst hann á klisjuna um sverðið í steininum.