Hér svarar hinn heimsþekkti ADHD-sérfræðingur, metsöluhöfundur og TikTok-stjarna, dr. Edward M. Hallowell (einnig þekktur sem Dr. Ned), þessum spurningum og útskýrir vísindin að baki ADHD um leið og hann hrekur mýtur og leiðréttir misskilning. Jafnframt gefur hann góð ráð sem lúta að heilsu og velferð, menntun, starfsframa, fjármálum og samböndum, en hver kafli bókarinnar hefur að leiðarljósi að benda á möguleikana sem felast í að vera með ADHD.
ADHD í stuttu máli er aðgengileg og fróðleg bók sem fjallar ekki síst um þá kosti sem geta fylgt röskuninni og hvernig fólk með ADHD getur dafnað sem best í lífi og starfi.