RISK Classic

9.995 kr.

Getur þú beitt fyrir þig heppni og kænsku í einu allra vinsælasta stríðsspili heims?

RISK þarf vart að kynna þar sem það hefur verið til í einu formi eða öðru með ótal þemum og útúrsnúningum síðan 1959. Í hverri umferð fá leikmenn hermenn miðað við hversu stórt landssvæði þeir ráða yfir, og nota síðan hermennina til þess að taka yfir ný svæði með teningakasti. Þessi RISK útgáfa byggir á upprunalega kortinu, inniheldur gríðarlegt magn af plasthermönnum og verkefnakort (missions) sem nota má til þess að stytta spilið umtalsvert með því að spila upp á að uppfylla þau í stað þess að ráða yfir öllu kortinu.

Á lager

Vörunúmer: B74040000 Flokkur:
Þú þarft að skrá þig inn til þess að fá tilkynningu.
Vefverslun Nexus notar vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsins.