Með fyrsta bindi RBA færir metsöluhöfundurinn Grant Morrison (Blakan #9-upp, Arkham Asylum, The Invisibles, Happy!) okkur nýtt upphaf í sögu besta ofurliðs DC heimsins! Sögurnar eru teiknaðar af Howard Porter og John Dell auk þess sem bókin hefur að geyma sögur eftir Mark Millar, Oscar Jimenez, Ariel Ollivetti og fleiri. Í fyrsta bindi er boðið upp á stanslausan hasar í hágæða umbroti, Fjölheimakortið, leyniskjöl og áður óendurútgefna lykilsögu: RBA PARADÍSARMISSIR.
Í RBA er engan dauðan punkt að finna. Innrásin frá Mars hefst á síðu eitt og svo vindur sagan hratt upp á sig. Þú finnur ekki ritröð sem er minna langdregin en Réttlætisbandalag Ameríku. Fyrsta bókin inniheldur 320 síður af þrotlausum hasar og glettilega góðum texta eftir skoska myndasögugoðið Grant Morrison, sem vildi nýta sjö af vinsælustu ofurhetjum DC heimsins sem holdgerfinga fyrir grísku goðin:
Superman/Ofurmennið – Seifur
Batman/Leðurblökumaðurinn – Hades
Wonder Woman/Undrakonan – Hera
Flash/Leiftrið – Hermes
Green Lantern/Græna Luktin – Apollon
Aquaman/Marmennið – Póseidon
Martian Manhunter/Mannaveiðarinn frá Mars – Ares
RBA kom fyrst út árið 1997 og fór rakleitt á topp metsölulista myndasöguverslana vestanhafs og hélst þar á meðan Morrison var höfundur. RBA bækurnar hafa verið í stöðugri sölu allar götur síðan.