Loðmundur gengur dreyminn um hveitiakur en kornið nær honum upp fyrir höfuð svo hann sér ekki risastóra vinnuvél sem er einmitt að slá kornið. Hún gleypir hann og vefur honum inn í heybagga! Honum finnst hann vera samloka!
Loðmundarbækur eru frábærar textalausar myndasögur fyrir krakka frá 3. ára aldri til að fóta sig í heimi fullorðinna. Myndirnar tala sínu máli og geta börnin spunnið upp söguna eftir sínu höfði.
Undir glaðlegum og saklausum myndasöguþræði, tekur hver bók fyrir mismunandi vanda eins og : Einelti, mengun, áreiti, einmanaleika, hræðslu, traust, vinátta o.s.f.v.