Bókin inniheldur 7 sögur: (Innri kápur eru á aukamyndum)
- BATMAN # 663-Trúðurinn um miðnætti (2007 Sjá tímalínu): Eftir hina afdrifamiklu atburði Blöku #9, þar sem Jókerinn var skotinn af stuttu færi beint í smettið, snýr hinn hróðugi Trúðaprins glæpaheimsins aftur til Gothams til að leggja borgina í eyði og hefna sín á Leðurblökumanninum! Rétt eins og borgarar Gotham-borgar munu brátt uppgötva, þá er endurkoma Jókersins ekkert aðhlátursefni.
- BATMAN # 664- Þrjár vofur Leðurblökumannsins (2007 Sjá tímalínu): Myrkrariddarinn kemst á snoður um yfirhylmingu sem gæti breytt sambandi hans við lögreglu Gotham-borgar! Hefðbundin rannsókn á spillingu innan vébanda lögreglunnar endar í skelfilegum átökum við tröllaukna ógn sem gæti bundið enda á feril Leðurblökumannsins!
- BATMAN # 665- Svarta málaskráin (2007 Sjá tímalínu): Sagan um þrjár vofur Leðurblökumannsins heldur áfram að spinna þráð sinn þegar Leðurblökumaðurinn reynir að ráða í leyndardóma Svörtu málaskrárinnar!
- BATMAN # 666- Betlehem (2007 Sjá tímalínu): Kynnist Damian Wayne, Leðurblökumanni morgundagsins í þessu einstaka hefti sem á sér stað 15 árum síðar (2022 eftir Krist), í martraðakenndri framtíðar-Gotham! Í heimi umturnuðum af plágum, fárviðri og undarlegum ofurglæpum, þegar rétt rúmar 24 stundir eru til orrustunnar við Harmagedón– (Sjá Opinberun Jóhannesar kafla 16, vers 16) og aðeins einn maður getur hugsanlega komið í veg fyrir hana. En mun hann standa sína plikt? Sonur Blökunnar mætir Myrkraprinsinum og stillt hefur verið upp fyrir endanlega bardagan milli hins illa og siðferðislegrar tvíræðni. Nær Damian að sætta sig við arfleið sína tímanlega til að frelsa heiminn? Þú kemst að því í Blöku #666, “Tölu dýrsins.”
- DETECTIVE COMICS #235 (1956 Sjá tímalínu): Svarta Málaskráin. Hluti 1 af 6. Í heiðurssess gripaherbergis Blökuhellisins hanga undarleg, en samt kunnugleg klæði– Búningur annars Leðurblökumanns! Óhugsandi, segir þú?– Bruce Wayne er hinn eini sanni… upprunalegi Leðurblökumaður! Nú… Hann er það vissulega– og hann er það alls ekki! Hefjið lesturinn og komist að svarinu við þessari undraverðu þversögn– Hefjið lesturinn og uppgötvið söguna á bak við söguna um… FYRSTA LEÐURBLÖKUMANNINN!
- DETECTIVE COMICS #267 (1959 Sjá tímalínu): Svarta Málaskráin. Hluti 2 af 6. Er hann álfur?… Púki?… Óþekktarangi eða skrípi? Hversvegna áreitir hann Leðurblökumann og Góbrysting linnulaust við tilraunir þeirra til að berjast gegn glæpum? Þú færð sláandi svarið upp í hendurnar þegar þú sérð hvernig… BLAKAN MÆTIR BLÖKU-KRÍLI!
- DETECTIVE COMICS #490 (1980 Sjá tímalínu): Launmorðingjastríðið! Hluti 4 af 4. Ra´s og Talia al Ghul gegn Sensei og Launmorðingjunum– Leðurblökumaður er nú sem milli steins og sleggju! Æsispennandi lokakafli eftir Denny O´Neil, höfund upprunalegu Ra´s al Ghul sögunnar.