Bókin inniheldur 7 sögur: (Innri kápur eru á aukamyndum)
- 52# 30 og 42 (2006 Sjá tímalínu): Formáli sögunnar um Blökuna & son hans. Hér hefjast Ragnarökin í ævi Bruce Wayne!
- BATMAN # 655 (2006 Sjá tímalínu): Blakan & sonur. Hluti 1 af 4. Myndasögugoðið Grant Morrison (Invisibles, Arkham Asylum, JLA (RBA), All-Star Superman, New X-men) og Andy Kubert (Ultimate X-Men, 1602) sameina krafta sína í fyrsta hlutanum af sögunni um Blökuna og son hans. Eftir skelfilegan bardaga við Jókerinn upp á toppi Lögreglustöðvarinnar ákveður Leðurblökumaður að leyfa Bruce Wayne að ana fram í sviðsljósið. En hver fylgist náið með ferðum milljarðarmæringsins Bruce Wayne? Og hvernig koma ráðagjörð þeirra Mannblökunni við? (Upprunalega Mannblökusagan birtist í Blöku #1-2)
- BATMAN # 656 (2006 Sjá tímalínu): Blakan & sonur. Hluti 2 af 4. Hvað gerist þegar þú blandar saman eitt stykki Leðurblökumann, fimmtíu Ninja Mannblökum og eiginkonu breska forsætisráðherrans? Vertu vekominn á ljósanótt öngþveitis á meðal hinna frægu og ríku, þegar Leðurblökumaður mætir heilum her af vængjuðum viðbjóði í hamslausum beinabrakandi ofuráflogum í grennd við fjarsjóði Popplistasafns Lundúna. Og þegar Myrkrariddarinn hefur lokið sér af bíður hans mikið áfall, þegar við stöndum loks frammi fyrir NÝRRI og óvæntri viðbót í Blökufjölskylduna!
- BATMAN # 657 (2006 Sjá tímalínu): Blakan & sonur. Hluti 3 af 4. Leðurblökumaður leiðir son sinn heim til Gotham-borgar og kynnir hann fyrir bæði Wayne-óðalinu og Blökuhellinum! En þegar nýji sonur Leðurblökumannsins mætir Glóbrystingi fara neistar – og sverð – á flug! Lok sögunnar um Blökuna og son hans.
- DETECTIVE COMICS #487 (1980 Sjá tímalínu): Launmorðingjastríðið! Hluti 2 af 4. Eftir Denny O´Neil og Don Newton. Saklaus ritjálkur situr fastur í vef illskunnar– án þess þó að vita af því sjálfur– Fastur milli vægðarlauss leigumorðingja-kvartetts og grimmustu samtaka sem heimurinn hefur augum litið! Leðurblökumaðurinn er sá eini sem kemur upp á milli þessa ógæfusama fórnarlambs og ótímabærs dauða! Hann er sá eini sem er fullmeðvitaður um– háskaför Sergiusar! Sensei, sem leikin var af Ken Watanabe í kvikmyndinni Batman Begins, þar sem hann þóttist vera Ra´s al Ghul, fer með stórt hlutverk í þessum spennutrylli!
- DETECTIVE COMICS #489 (1980 Sjá tímalínu): Launmorðingjastríðið! Hluti 3 af 4. Vertu vottur að upphafi átaka sem munu breyta Gotham-borg í vígvöll!