Bókin inniheldur 4 sögur: (Innri kápur eru á aukamyndum)
- BATMAN: BIRTH OF THE DEMON (1992 Sjá tímalínu): Ra´s al Ghul. Demóninn. Leynileg forsaga hans er loks opinberuð.Deila hans við Leðurblökumanninn tekur enda í blóðugu uppgjöri.
- DETECTIVE COMICS #233 (1956 Sjá tímalínu): Því hefur oft verið haldið fram að „það sé aðeins einn Leðurblökumaður!“ Og hingað til hefur það verið satt… því að enginn annar maður hefur nokkru sinni jafnast á við Leðurblökumanninn í hlutverki laganna varðar, né verið jafn afburðaslyngur í loftfimleikum, eða jafnað til hans um vísindalega vitsmuni, eða kunnað að dulbúa sig jafn meistaralega og öðlast meiri færni sem spæjari! Nú, í röð spennandi og óvæntra atvika, uppgötvar Leðurblökumaðurinn að hann eigi sér voldugan jafnoka í leyndardómsfullri og töfrandi stúlku… „Leðurblökukonan!”
- DETECTIVE COMICS #485 (1987 Sjá tímalínu): Launmorðingjastríðið! Hluti 1 af 4. Dauði hvers kallar á að Leðurblökumaðurinn sverji “Hefndareiðinn”?
- BATMAN AND ROBIN #0 (2013 Sjá tímalínu): Dagurinn sem aldrei kom. Saga þessa heftis brúar tíu ára bil í ævi Bruce Wayne milli bóka #7 og #9. Hér er hulunni svipt af fortíð sonar Leðurblökumannsins, Damien Wayne. Hinn 16. nóvember 2018, á Degi íslenskrar tungu, hóf Nexus útgáfu á myndasögum frá DC Comics með myndasögublaðinu Leðurblakan #8, sem er eina Blakan sem er blað en ekki bók. Blaðinu var dreift til grunnskólabarna í 7.-10. bekk um land allt sem hluti af Lestrarátaki Leðurblökunnar.