Bókin inniheldur 6 sögur: (Innri kápur eru á aukamyndum)
- BATMAN #9 (2012): Uglunótt. Hluti 2 af 4. “Uglunótt” varir enn! Leðurblökumaður verður að stöðva Klærnar sem hafa brotið sér leið inn í Blökuhellinn, til að bjarga lífi sakleysingja… og Gotham-borg! Plús: Aukasaga sem varpar ljósi á leyndarmál sem Pennyworth-fjölskyldan hefur haldið frá Wayne-fjölskyldunni öll þessi ár!
- BATMAN #10 (2012): Uglunótt. Hluti 3 af 4. Leðurblökumaðurinn snýr vörn í sókn gegn Ugluréttinum! Hver er heilinn á bak við Réttinn? Plús: Fall Wayne-ættarinnar!
- BATMAN #251 (1973 Sjá tímalínu). Jókerinn heitir fimmföldum hefndum! Hluti 1 af 1. Þegar Jókerinn var fyrst kynntur til sögunnar á 5. áratugnum birtist hann lesendum sem geðsjúkur glæpasnillingur, en í lok 6. áratugarins var honum breytt í kjánalegan hrekkjalóm til að bregðast við reglum Myndasögueftirlits. Þetta er sagan sem færði Jókerinn aftur til síns rétta horfs…
- DETECTIVE COMICS #434 (1973 Sjá tímalínu). Upprunalega Hrellissagan. Hluti 1 af 3. Skikkjuklæddi krossfarinn tæklar dulmagnaðan draug í sögunni „Hrellirinn sem hrellti Leðurblökumann!“
- DETECTIVE COMICS #435 (1973 Sjá tímalínu). Upprunalega Hrellissagan. Hluti 2 af 3. Leðurblökumaður mætir siðmögnuðum snilingi í sögunni „Hrellirinn lætur til skarar skríða á ný!“
- BATMAN #252 (1973 Sjá tímalínu). Upprunalega Hrellissagan. Hluti 3 af 3. Leðurblökumaðurinn grefur upp gröf Hrellisins… til þess eins að enda í henni sjálfur!