Bókin inniheldur 6 sögur: (Innri kápur eru á aukamyndum)
- BATMAN #7 (2012): Ugluréttur. Hluti 7 af 7. Það má vera að Leðurblökumaðurinn hafi sloppið lifandi úr klóm Ugluréttarins (með naumindum), en í sömu svifum og hann nær sér, leggur Rétturinn til mannskæðustu og yfirgripsmestu orustu til þessa. Plús: Leyndardómarnir sem eru afhlupaðir í þessu hefti munu umturna heimi Leðurblökumannsins að eilífu! Láttu ekki heftið sem er á allra vörum renna þér úr greipum!
- BATMAN #8 (2012): Uglunótt. Hluti 1 af 4. Brotinn og örmagna hörfar Bruce Wayne úr Gotham-borg– Ugluborginni, og heldur til Wayne-óðalsins. En hann er hvergi óhultur þar sem Rétturinn hefur í hyggju að láta til skarar skríða í hjarta borgarinnar og öllu verður umturnað. Plús: Fyrsti hlutinn af nýrri aukasögu sem sviptir hulunni af leyndardómsfullum annálum Ugluréttarins– og leyndardómum Gotham-borgar og Wayne-ættarinnar!
- BATMAN #242 (1972 Sjá tímalínu). Upprunalega Ra´s al Ghul sagan. Hluti 7 af 10. Hér hefst lang æsilegasta… lang hættulegasta… og án efa lang mikilvægasta ævintýrið á glæstum ferli… Leðurblökumannsins: Bruce Wayne– Hvíl í friði!
- BATMAN #243 (1972 Sjá tímalínu). Upprunalega Ra´s al Ghul sagan. Hluti 8 af 10. Tveir menn– Báðir þrautþjálfaðir í vígfimi, báðir í sínu besta formi– mætast í einvígi þar sem svo sannarlega verður barist til dauða!
- BATMAN #244 (1972 Sjá tímalínu). Upprunalega Ra´s al Ghul sagan. Hluti 9 af 10. Vægðarlausri baráttu Demónsins og Leðurblökumannsins lýkur í þessu hefti, í sögu sem nefnist „Demóninn lifir á ný!“
- BATMAN #245 (1972 Sjá tímalínu). Upprunalega Ra´s al Ghul sagan. Hluti 10 af 10. Óvæntur eftirmáli sem mun nísta þig inn að beini!