Bókin inniheldur 5 sögur (Innri kápur eru á aukamyndum)
- BATMAN #5 (2012): Ugluréttur. Hluti 5 af 7. Djúpt undir Gotham-borg leynist hættulegasta gildra Ugluréttarins– og Leðurblökumaðurinn féll beint í hana! Nær hann að sleppa, eða ferst hann í martraðarkenndu völundarhúsinu? Gakktu inn í ranghalana Leðurblökumaður– ef þú þorir!
- BATMAN #6 (2012): Ugluréttur. Hluti 6 af 7. Fangaður liggur Leðurblökumaðurinn brotin í eigin blóði langt undir Gotham-borg– hundelltur af Klónni– hinum óstöðvandi veganda Ugluréttarins. Fyrst honum eru allar bjargir bannaðar og enginn undankomuleið út úr þessum ógöngum, eru þetta þá endalok Myrkrariddarans?
- BATMAN #232 (1971 Sjá tímalínu). Upprunalega Ra´s al Ghul sagan. Hluti 4 af 10. Leðurblökumaðurinn ógurlegi þekkir hættur af eigin raun… því hann hefur beitt styrk sínum, hugrekki og gáfum gegn verstu skaðvöldum, gegn snjöllustu glæpamönnum… en samt hefur engin leit fært hann nær dauðanum en leitin að– dóttur demónsins!
- BATMAN #235 (1971 Sjá tímalínu). Upprunalega Ra´s al Ghul sagan. Hluti 5 af 10. Hver veit hvað Ra´s al Ghul og hin fagra Talia hafa í hyggju næst? –Leðurblökumaðurinn veit það að minnsta kosti ekki!
- BATMAN #240 (1972 Sjá tímalínu). Upprunalega Ra´s al Ghul sagan. Hluti 6 af 10. Í líkhúsi Gotham-borgar liggur Mason Sterling…yfirmaður rannsóknarmiðstöðvarinnar… hins svokallaða hugmyndabanka! En það sem angrar Gordon lögreglustjóra er… að það er búið að fjarlægja heilann hans!