Bókin inniheldur 5 sögur: (Innri kápur á aukamyndum)
BATMAN #1 (2011): Ugluréttur. Hluti 1 af 7. Hver hefur stýrt Gotham á bak við tjöldin í meira en heila öld? Mest selda myndasagan um Leðurblökumannin sem komið hefur út á 21. öldinni. Handrit eftir Scott Snyder. Greg Capullo (Spawn) teiknar.
- BATMAN #2 (2011): Ugluréttur Hluti 2 af 7. Nýr banvænn launmorðingi hyggur á hefndir gegn „Wayne-mönnum“. Hver er hann, þessi huldumaður með uglugrímu fyrir andliti? Er hann lykillinn að elstu og skelfilegustu leyndardómum Gotham-borgar?
- DETECTIVE COMICS #400 (1970 Sjá tímalínu) Upprunalega Mannblökusagan. Hluti 1 af 3. Barátta Leðurblökumannsins gegn glæpalýð næturinnar var innblásturinn að Mannblökutilraun Kirks Langstrom, sérfræðingi á sviði næturdýra. Verður hann að óárennilegum bandamanni!… Eða…fjandmanni? Saga eftir Frank Robbins. Neil Adams teiknar.
- DETECTIVE COMICS #402 (1970 Sjá tímalínu) Upprunalega Mannblökusagan. Hluti 2 af 3. Tilraun Kirks Langstrom hepnaðist…aðeins of vel. Tekst honum að snúa ferlinu við eða mun stökkbreyting hans í mennska leðurblöku halda áfram–óhindruð?
- DETECTIVE COMICS #405 (1970 Sjá tímalínu) Upprunalega Ra´s al Ghul sagan. Hluti 1 af 10. Árið 1970 hóf blaðamaðurinn Denny O´Neil að rita sögur Leðurblökumannsins. Á þeim tímum voru Manhattan-búar í greipum óttans eftir hrinu ofbeldisverka og O´Neil vildi beina sjónum hasarblaðsins að heiminum fyrir utan gluggann. Þessi blanda af blaðamennsku í skáldsöguformi og ofurhetjum varð að spennandi ráðgátu sem í dag er kölluð Upprunalega Ra´s al Ghul sagan. Þrátt fyrir að sagan hafi verið kvikmynduð á Íslandi 34 árum síðar, með Liam Neeson í hlutverki Ra´s al Ghul (Batman Begins), hafa þeir tíu hlutar, sem mynda upprunalegu Ra´s al Ghul söguna, aldrei verið endurprentaðir í útgáfu þar sem allir tíu hlutarnir birtast merktir og númeraðir í réttri lesröð, fyrr en nú, og aðeins á íslensku!