Leðurblakan 1-6: Batman á íslensku

BLÖKUBOXIÐ-FYRSTU SEX BLÖKURNAR SAMAN Í PAKKA Á VERÐI FIMM– YFIR 650 SÍÐUR!

9.995 kr.

Á lager

Vörunúmer: 5694230382101 Flokkur: Vörumerki: ,

Lýsing

Á 80 ára sögu sinni, frá 1939 til 2019, hefur Leðurblökumaðurinn laðað til sín fleiri úrvalshöfunda og teiknara en nokkur önnur myndasögupersóna.

UGLURÉTTUR og framhaldið UGLUNÓTT er vinsælasta myndasagan um Leðurblökumanninn sem komið hefur út á þessum áratug. Sagan er spennandi ráðgáta sem fjallar um rannsóknir Leðurblökumannsins á sögusögnum um leynireglu sem á að hafa stýrt Gotham-borg á bak við tjöldin í meira en öld.

UPPRUNALEGA RA’S AL GHUL SAGAN fjallar um voldugasta andstæðing Leðurblökumannsins. Leikstjóri myndarinnar BATMAN BEGINS, Christopher Nolan, kvikmyndaði þessa sögu að hluta til á Íslandi árið 2004 með Liam Neeson í hlutverki Ra´s al Ghul. Þau 10 myndasögublöð sem mynda upprunalegu Ra´s al Ghul-söguna höfðu aldrei í sögu DC Comics verið endurprentuð í útgáfu þar sem allir tíu hlutarnir birtast merktir og númeraðir í réttri lesröð fyrr en nú og aðeins á ÍSLENSKU!

Bækurnar innihalda einnig áhugaverðar lykilsögur um MANNBLÖKUNA, HRELLINN og JÓKERINN.