Bls. | 254 |
---|---|
Höfundur | |
Tegund | Kilja |
Jakob og ristastóra ferskjan
2.999 kr.
Jakob er sendur til að búa hjá andstyggilegum frænkum sínum eftir að öskureiður flóðhestur banar óvænt foreldrum hans. Þar unir hann hag sínum illa. Dag einn dregur til tíðinda þegar ferskja fer að vaxa í garðinum hjá þeim. Ferskjan vex og hún vex og verður risastór. Um kvöldið læðist Jakob inn í ferskjuna og hittir þar kónguló, maríuhænu, engisprettu, hundraðfætlu, ánamaðk, glóorm og silkiorm, sem öll geta talað og eru þar að auki mjög stór. Næsta morgun rúllar risastóra ferskjan af stað og ævintýralegt ferðalag hefst. Á ferð sinni rúlla þau harkalega eftir jörðinni en lenda svo á sjónum. Við grimmúðlega árás frá hákörlum finnur Jakob leið til að láta ferskjuna fljúga með aðstoð máva. Á ferðalaginu hitta þau skýjaverurnar og komast að því hvernig regnboginn fær liti sína. Við ystu sjónarrönd sjá þau allt í einu glitta í skýjakljúfa! Hvert eru þau komin? Hvað verður um þau? Jakob og risastóra ferskjan er spennandi og skemmtileg fantasía þar sem stílbrögð Roalds Dahl, sagnameistarans mikla, njóta sín hvað best. Aðalsteinn Eyþórsson endursamdi vísurnar.
Ekki til á lager
Fá tilkynningu