Skoðum nánar þessar forsögulegu lífverur.
Þótt það virðist ótrúlegt hefur maðurinn aðeins byggt jörðina í 3-4 milljón ár en á undan okkur réðu risaeðlur hér ríkjum í 150 milljón ár.
Hvernig gátum við þá gleymt þeim?
Hér má kynnast fyrstu risaeðlum tríastímabilsins, eins og herreraeðlunni og áreðlunni, ótrúlega hálslöngum jurtaætum júratímabilsins, á borð við freyseðluna, og grimmum rándýrum krítartímabilsins, þar á meðal grameðlunni.
Stórglæsileg bók sem inniheldur allt sem þú vilt vita um risaeðlur