Áhersla |
---|
Dixit
5.995 kr.
Reyndu að gefa hina fullkomnu vísbendingu, sem þó er nægilega óljós til þess að ekki allir geti giskað á hvaða spil sögumaðurinn lagði út.
Dixit er eitt af vinsælustu fjölskylduspilum síðari ára, og vann meðal annars þýsku Spiel des jahres verðlaunin 2010. Gríðarlega fallega myndskreytt spil sem byggist upp á því að sögumaðurinn velur eitt af sínum spilum til þess að lýsa með frjálsri aðferð. Það má vera orð, laglína eða dans, sögumaður hefur alveg frjálsar hendur! Hinir leikmennirnir velja svo spil af sinni hendi sem lýsingin passar við, spilin eru stokkuð án þess að nokkur viti hver á hvaða spil, og svo veðja allir á hvað þau halda að sé spil sögumanns. Sögumaður þarf að hafa varann á að lýsa spilinu ekki of vel, þar sem hann fær ekki stig ef allir eða enginn giskar á hvaða spil tilheyrði honum. Annars fá bæði sögumaður og þau sem giskuðu rétt þrjú stig, og sá sem fékk á sig ágiskun eitt. Spilinu líkur þegar einhver nær 30 stigum eða bunkinn klárast.
Á lager