Það er komið sumar og vinkonurnar þrjár fara í sitthvoru lagi í frí. Nema Rakel sem verður eftir í bænum sínum. Til að láta sér ekki leiðast fylgist hún með fólkinu í kringum sig.
Dag einn sér hún gamla konu sem hagar sér sérkennilega á sama tíma alla daga vikunnar. Með því að fylgjast með henni kemst hún að dýrmætum minningum sem engum hafði dottið í hug að kæmi nokkurn tíma í ljós.
Rakel-spæjó lærir margt um samskipti manna á milli í þessari sögu og lætur hjartað ráða ferðinni.