7 Wonders er eitt mest verðlaunaða borðspil síðari ára og hlaut m.a. þýsku spilaverðlaunin Kennerspiel des Jahres 2011.
Spilað er í gegnum þrjár lotur, eða aldir. Í upphafi hverrar aldar þurfa leikmenn að velja sér spil á hendi til að ná sínum markmiðum á þann hátt að allir leikmenn fá sjö spil á hendi. Með þeim spilum sem valin eru byggja leikmenn upp sína siðmenningu eða nota þau til að byggja eitt af sjö undrum veraldar. Spilið hentar fyrir þrjá til sjö leikmenn en allir gera samtímis, svo ekki þarf að bíða eftir sinni umferð. Spilið hentar vel bæði vönum spilurum og þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í flóknari spilum.