Nú líður að jólum og fáir dagar eftir fyrir Íslandspóst að koma Nexuspökkum örugglega heim til fólks. Pósturinn er að velja föstudaginn 18. desember sem lokadag, fyrir Reykjavík og landsbyggðina. Nexus lofar ykkur að koma pöntunum sem berast fyrir miðnætti aðfaranótt föstudags í hendur á Póstinum á föstudeginum. Hér er átt við pantanir í vefverslun Nexus.
Pantanir sem berast eftir miðnætti og fyrir hádegi föstudags eru mögulega en ekki örugglega að ná til Póstsins á föstudeginum. Ekki taka sénsinn ef þið þurfið þess ekki. Pantanir sem gerðar eru eftir hádegi föstudags munu ekki ná til Póstsins og þurfa því að vera sóttar í Glæsibæ ef þær eiga að vera jólagjafir. Það er hægt að velja þann möguleika í vefversluninni. Glæsibær er opinn til kl. 22 alla daga fram að jólum og til kl 23 á Þorláksmessu.
Vinsamlegast sendið þessar upplýsingar á þau sem þið vitið að þurfa að vita þetta.