Nexus hlýðir Víði

You are currently viewing Nexus hlýðir Víði
  • Post category:Fréttir

Eins og allir ættu að vita þá er í dag í gangi samkomubann sem virkar þannig að ekki meira en 20 manns mega vera inni í sama lokaða rými. Fyrir verslanir, sem eru ekki matvöruverslanir þýðir það 20 manns með afgreiðslufólki, nema að versluninni sé skipt upp í fleiri en eitt rými. Nexus getur því hleypt inn 18 viðskiptavinum í einu. Þetta þýðir að það myndast stundum smá biðröð í stiganum í Glæsibæ, sérstaklega milli kl. 15 og 18.  Við biðjum viðskiptavini að virða 2 metra millibil í röðinni.   Svo bíðum við róleg eftir að Víðir slaki mörgulega á samkomubanninu í byrjun maí.