Breyttur opnunartími á tímum COVID-19

You are currently viewing Breyttur opnunartími á tímum COVID-19
  • Post category:Fréttir

Í ljósi nýrra samkomutakmarkana verða eftirtaldar breytingar í Nexus Glæsibæ:

  • Spilasalur tímabundið lokaður.
  • Opnunartími verður 11:30 til 22:00 alla virka daga og 12:00 til 18:00 um helgar.
  • Kvöldopnun á mánudögum byrjar mánudaginn 12. október.
  • Til að tryggja að rúmt sé um viðskiptavini verður fjöldi viðskiptavina og starfsfólks í versluninni (sem er rúmlega 600 m2) takmarkaður við alls 50 manns. Gæta þarf eins metra reglunnar, en Nexus mælir með tveim metrum þar sem hægt er.

Ef þú ert í áhættuhópi og vilt heimsækja verslunina, hafðu samband í síma 552 9011 og fáðu ráðleggingu um hentugasta tímann fyrir heimsókn.
Einnig bendum við fólki í áhættuhópum á möguleikann að panta í vefverslun, velja að sækja í Glæsibæ, hringja þegar á staðinn er komið og við komum með vörunar út í bíl.

Nexus hlýðir Víði