Í upphafi tímans var eyjan sköpuð. Tilvist hennar var í jafnvægi við allt. Einn af öðrum risu vættirnir úr djúpinu, skapaðir úr frumefnunum fjórum: eldi, jörð, lofti og vatni. Vættirnir döfnuðu í jafnvægi við frumefnin, í friði og sátt. Eftir tíma velmegunar, urðu frumefnin eirðarlaus og rufu jafnvægið á eyjunni, þar sem hvert og eitt þeirra vildi ná yfirráðum. Vættirnir voru þvingaðir í felur og óreiðuástand tók við.
Kjarni eyjunnar sjálfrar barðist á móti óreiðunni, en eftir því sem ofbeldið og eyðilegging frumefnanna jókst, byggðist upp meiri náttúruleg orka. Að endingu losnaði um orkuna og við það sköpuðust verndararnir. Þeirra
hlutverk var að koma aftur á jafnvægi milli náttúruaflanna þannig að þau næðu aftur getu til að endurskipuleggja eyjuna og koma á stöðugleika. Þá fyrst gátu vættirnir komist aftur heim á eyjuna.
Hver og einn verndari fékk líka það hlutverk að ná stjórn á einu frumefni og sá verndari sem bestum árangri næði yrði gerður að yfirverndara eyjarinnar.
2. útgáfa 2023, endurbætt