D&D Starter Set

Hefurðu áhuga á að byrja að spila heimsins vinsælasta spunaspil? Þá er þessi kassi rétta valið fyrir þig.

Hann inniheldur allt sem þú þarft til að byrja að spila D&D. Teningar, persónur, inngang að reglunum og frábæra sögu til að spila, Týndu námurnar í Phandalin. Þar er þorpið Phandelver kynnt til sögunnar, en það er upphafspunktur fjölmargra ævintýramanna í Forgotten Realms.

Þá fylgja kassanum 5 tilbúnar persónur, ásamt teningum, þannig að þú hefur allt sem þú þarft til að byrja að spila D&D.

Þessi kassi er frábær leið til að kynnast D&D og byrja að spila þetta vinsælasta spunaspil í heimi.

3.995 kr.

Á lager

Vörunúmer: ö9780786965595 Flokkur: Vörumerki:

Lýsing

D&D byrjendakassinn inniheldur allt sem þú þarft til að læra að spila og stjórna D&D. Í honum eru tvær bækur, annars vegar 32 blaðsíðna reglubók þar sem fjallað er um helstu reglur spilsins og stjórnendum kennt að halda utan um og miðla sögu.

Hin bókin er 64 blaðsíður og inniheldur ævintýrið Týndu námurnar í Phandalin. Í þessu ævintýri þurfa hetjurnar að fást við allt frá drýslum til orka og ýmis konar óvætta, þar sem þær kanna ýmsa staði í kringum þorpið Phandelver.

Týndu námurnar í Phandalin er af mörgum talið eitt af bestu ævintýrum fyrir 5. útgáfu, enda gefur það leikmönnum færi á að leika hetjur og takast á við mörg illmenni og skrímsli. Sögusviðið er þorpið Phandelver sem er að byggjast upp og sækja margir þangað í von um að hagsæld og betra líf. Það reynist mörgum erfiðara en virðist við fyrstu sýn, enda fjölmargar hættur í kringum þorpið, eins og hetjurnar fá að kynnast.

Í kassanum eru einnig 5 tilbúnar persónur ásamt teningum. Persónurnar eru áhugaverðar og skemmtilegar, eitthvað fyrir alla, þannig að þegar þú hefur lesið yfir reglubókina og kynnt þér ævintýrið, er þér ekkert að vanbúnaði.

Fyrir þá sem hafa spilað áður og þekkja aðeins inn á regluverkið, er líka hægt að mæla með Essentials Kit kassanum.

Allt sem þú þarft til að byrja í Dungeons & Dragons.
– Fimm tilbúnar persónur til að spila.
– Ævintýri fyrir persónur á level eitt til fimm.
– Styttri útgáfa af handbók Leikstjórnanda.
– Styttri útgáfa af handbók Leikmanna.
– Eitt set af teningum.

 

Nánari upplýsingar

Áhersla

Spil – Dungeons & Dragons