D&D Mythic Odysseys of Theros
7.495 kr.
eimurinn Þeros úr kortaspilinu Magic: The Gathering er nú aðgengilegur fyrir heimsins vinsælasta spunaspil.
Goðsagnakenndar hetjur fara um Þeros, heim sem mótaður er af goðum og hetjum í senn. Hvort sem þú ferð milli fornra hofa og ræður dularfulla spádóm véfrétta eða tekst á við fimm víddir undirheimana, þá þarftu að keppast við aðrar hetjur um náð goðanna og tryggja sess þinn í ljóðum og frásögum farandskáldanna.
Í þessari bók finnurðu allt sem þú þarft til að búa til hetju í Þeros. Þá geymir hún reglur um náð goðanna, nýja kynþætti og nýjar reglur fyrir stéttir. Eins eru í henni fjölmörg skrímsli og óvættir sem hetjurnar þurfa að berjast við og sigrast á. Að lokum eru reglur um marga galdrahluti og gjafir sem goðin færa hetjum.
Hér er á ferðinni bók sem allir aðdáendur háfantasíu spunaspila ættu ekki að láta framhjá sér fara.
Aðeins 1 stk. eftir á lager