Betrayal at House on the Hill

Skuggalega, yfirgefna og niðurnídda draugahúsið við endann á götunni er sviðsmynd þessa “B-hryllingsmyndar” borðspils.

Leikmenn skoða húsið smátt og smátt með því að leggja niður flísar sem tákna hin mismunandi herbergi á ýmsum hæðum hússins. Í hverju herbergi leynast ýmiskonar hættur og reimleikar og á ákveðnum tímapunkti spilinu verður einn leikmanna andsetinn og snýst gegn öðrum leikmönnum. Sá leikmaður sem og hinir sem óhulltir eru lesa í sitthvorum bæklingnum hvaða hryllingur er að eiga sér stað og hvað þau þurfa gera til þess að vinna.

 

8.995 kr.

Á lager

Vörunúmer: WOC 26633 Flokkur: